Ásgeir er í 3.-4.sæti fyrir final í loftskammbyssu ! Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 27. janúar 2012 16:04

Ásgheir er í 3.-4.sæti fyrir final á stórmótinu í Þýskalandi. Finalinn hefst núna kl.16:30 og verður spennandi að fylgjast með honum þar. Hann er með 583 stig. Sá sem er í fyrsta sæti er með 586 og sá áttundi er með 581 stig. Það getur því allt gerst í úrslitunum.

 

AddThis Social Bookmark Button
 
Tímasetning á mótinu í Þýskalandi Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 26. janúar 2012 16:29

Ásgeir keppir á föstudag kl.13:45 síðan er final kl. 16:30. Á laugardag kl. 11:30 og final er kl. 14:30

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir keppir í Þýskalandi á föstudag og laugardag Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 23. janúar 2012 11:02

Ásgeir Sigurgeirsson, skammbyssuskyttan okkar, er að fara til Þýskalands, þar sem hann keppir í loftskammbyssu á föstudag og laugardag. Þetta er eitt sterkasta alþjóðlega mótið á hverju ári. Allir þeir bestu mæta þar og reyna með sér. Keppt er á skotsvæði Bæverska skotsambandsins á svæði sem er sérhannað til skotfimi. Mynd af því er hérna. Hægt er einnig að fylgjast með skorinu beint hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Frétt á heimasíðu STÍ í dag. Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 18. janúar 2012 14:26

Fréttin er tekin af síðu Stí í dag:

18.jan.2012  Fréttatilkynning frá stjórn: 

Stjórn Skotíþróttasambands Íslands (STÍ) fundaði 17.janúar um drög að frumvarpi til vopnalaga sem birt var á heimasíðu Innanríkisráðuneytisins í lok sl. viku.  Mikillar óánægju gætir meðal skotíþróttamanna með ákveðin atriði í frumvarpsdrögunum og hefur mál manna verið að þær takmarkanir sem lagðar eru til beinist einvörðungu að íþróttafólki. Stjórn STÍ tekur undir þau sjónarmið.

AddThis Social Bookmark Button
Nánar...
 
Guðmundur Helgi sigraði í rifflinum í gær Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 16. janúar 2012 20:13

Okkar maður, Guðmundur Helgi Christensen, sigraði á Landsmóti STÍ í 60sk liggjandi riffli, sem haldið var í Kópavogi í gær. Hann hlaut 584 stig, annar varð Arnfinnur Jónsson með 582 og Jón Þór Sigurðsson þriðji með 576 stig. /gkg

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir nálægt Íslandsmeti í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 14. janúar 2012 19:13

Á landsmótinu í Egilshöllinni í dag sigraði Ásgeir Sigurgeirsson í loftskammbyssu karla með 584 stig + 100,4 ífinal eða alls 684,4 stig, aðeins 1 stigi frá Íslandsmeti sínu. Hann er greinilega í hörkuformi og verður spennandi að sjá hvernig honum gengur á stórmótinu í Þýskalandi í lok mánaðarins og á Evrópumeistaramótinu í Finnlandi í febrúar. Þar mun skýrast hvort hann komist inná næstu Ólympíuleika. Í öðru sæti varð Thomas Viderö með 659,1 stig og Stefán Sigurðsson þriðji með 629,7 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir með 456,3 stig og Kristína Sigurðardóttir varð í öðru sæti með 442,8 en Berglind Björgvinsdóttir varð þriðja með 442,4. A-lið Skotfélags Reykjavíkur sigraði í liðakeppni karla, sveit SFK varð í öðru sæti og B-sveit SR varð í þriðja sæti. í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen með 555 stig og í loftriffli kvenna sigraði Íris Eva Einarsdóttir með 346 stig. MYNDIR KOMNAR HÉR  /gkg

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 Næsta > Síðasta >>

Síða 215 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing